Stærsta Leturgerð
Miðstærð Leturgerðar
Minnsta Leturgerð

Brákarhlíð

Borgarbraut 65
310 Borgarnes

Sími: 432-3180
Netfang: brakarhlid@brakarhlid.is


Þorrablót 2017

Matseðill vikunnar

Umsókn um starf

Minningarsjóður

Íbúar

26. september 2016

Falleg mynd afhent Brákarhlíð að gjöf

Í seinnihluta ágúst fékk Brákarhlíð afhenta skemmtilega mynd úr gamla Borgarnesi að gjöf. Ingibjörg Sigurðardóttir, sem ættuð er úr Borgarnesi og Hvítarvöllum og búsett á Akranesi, kom með mynd sem amma hennar, Ragnhildur J. Björnsson, fékk að gjöf.  Ingibjörg lét svohljóðandi bréf fylgja myndinni: 

"Ég afhendi hér með Dvalarheimilinu Brákarhlíð ljósmynd, sem amma mín Ragnhildur J. Björnsson, Svarfhóli, Borgarnesi fékk sem vinargjöf frá Kvenfélagi Borgarness 1958, er hún flutti frá Borgarnesi til Reykjavíkur það ár. Myndin er líklega tekin af Árna Böðvarssyni, ljósmyndara af Akranesi og síðan stækkuð og lituð af honum.

Ég vona að heimilisfólk á Dvalarheimilinu muni hafa gaman af að rifja upp hvernig þessi hluti Borgarness leit út árið 1958. Þá er tilgangnum náð" 

Ingibjörg er hér á myndinni til hlíðar ásamt dóttur sinni Ásu og barnabarni.