Stærsta Leturgerð
Miðstærð Leturgerðar
Minnsta Leturgerð

Brákarhlíð

Borgarbraut 65
310 Borgarnes

Sími: 432-3180
Netfang: brakarhlid@brakarhlid.is


Þorrablót 2017

Matseðill vikunnar

Umsókn um starf

Minningarsjóður

Íbúar

29. apríl 2016

Starfsfólk Brákarhlíðar fékk síðustu rósir Vetrarkærleiks Blómaseturs og Kaffi kyrrð

Blómasetrið Kaffi kyrrð í Borgarnesi hefur í vetur staðið fyrir skemmtilegum viðburðum þar sem þær Kata og Svava, eigendur fyrirtækisins, hafa kallað eftir ábendingum um jákvæða einstaklinga sem smita af sér með jákvæðni og gleði til samfélagsins og hafa þeir verið útnefndir "rósarhafar vikunnar". Nú í sumarbyrjun voru síðustu rósirnar að sinni afhentar og var það starfsfólk Brákarhlíðar sem fékk rósir afhentar, í tilnefningunni sagði: "Þau sinna starfi sínu af nærgætni við íbúa heimilisins og aðstandendur. Þarna er unnið óeigingjarnt starf afálúð, hlýleika, ást og kærleik". Afhentir voru 5 blómvendir sem fóru inn á hvert heimili/einingu Brákarhlíðar - kærar þakkir til Blómasetursins og Kaffi kyrrðar fyrir þetta skemmtilega framtak og kærar þakkir fyrir hlý orð í garð starfsmanna og starfssemi Brákarhlíðar.