Stærsta Leturgerð
Miðstærð Leturgerðar
Minnsta Leturgerð

Brákarhlíð

Borgarbraut 65
310 Borgarnes

Sími: 432-3180
Netfang: brakarhlid@brakarhlid.is


Þorrablót 2017

Matseðill vikunnar

Umsókn um starf

Minningarsjóður

Íbúar

10. desember 2015

Aðventusamkoma í Brákarhlíð

Það var virkilega notaleg stund í Brákarhlíð þriðjudagskvöldið 8. desember s.l. þegar haldin var aðventusamkoma.  Séra Þorbjörn Hlynur Árnason flutti hugvekju og kirkjukór Borgarneskirkju söng við undirleik Steinunnar Árnadóttur.  Bergur Eiríksson var með upplestur en hann er einn af fermingarbörnum komandi árs.  Á eftir var drukkið kaffi og fengið sér dýrindis rjómatertu sem starfsfólk Brákarhlíðar hafði bakað í tilefni dagsins sem og lagtertur.  Þess má einnig geta að við sama tilefni voru nýir stólar heimilisins notaðir í fyrsta sinn en vel heppnuð söfnun sem Margrét Sigurþórsdóttir  stóð fyrir ásamt starfsfólki heimilisins gaf það góðan afrakstur að nú eru komnir góðir stólar í samkomusal Brákarhlíðar.  Myndir eru nú komnar inn á myndasíðu okkar.