Stærsta Leturgerð
Miðstærð Leturgerðar
Minnsta Leturgerð

Brákarhlíð

Borgarbraut 65
310 Borgarnes

Sími: 4371285
Fax: 4372185
Netfang: brakarhlid@brakarhlid.is


Þorrablót 2017

Matseðill vikunnar

Umsókn um starf

Minningarsjóður

Íbúar

9. janúar 2018

Símanúmer

Vekjum athygli á beinum símanúmerum sem hægt er að hringja í auk aðalsímanúmers Brákarhlíðar sem er 432-3180, þar eru þeir sem hringja inn leiddir inn á tiltekin svæði, skrifstofu, heimilin og eldhús.

 

Eftirtalin númer er einnig hægt að nota til að komast beint í samband við tilteknar einingar.  Ef ekki næst að svara þá færist símtal á næsta lausa númer.

 

En þetta eru beinu númerin:

Tjörn      432-3180

Dalur      432-3182

Hvammur 432-3183

Lækur      432-3185

Skrifstofa/bókari, Helga K. 432-3187

Framkvæmdastjóri, Bjarki, 432-3188

Forstöðumaður þjónustusviðs, Halla M. 432-3190

Hjúkrunarforstjóri, Jórunn Ó. 432-3191

Vinnustofa/dagdvöl 432-3192

Eldhús 432-3194

22. desember 2017

Gleðileg jól !

Heimilisfólk og starfsmenn Brákarhlíðar óska öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og þakkað er fyrir hlýhug í garð heimilisins á undanförnum árum. 

7. nóvember 2017

Aðstandendakaffi/fundur í Brákarhlíð

Ágætu ættingjar og aðstandendur heimilismanna í Brákarhlíð.

 

Mánudaginn 13. nóvember n.k. kl. 17:15 viljum við í Brákarhlíð bjóða aðstandendum heimilisfólks sem hjá okkur býr til fundar til að fara yfir ákveðna þætti í starfssemi heimilisins og það sem helst er á döfinni.

Boðið verður upp á kaffi og með því að sjálfsögðu :)

 

Með vinsemd og von um að aðstandendur sem flestra heimilismanna sjái sér fært að mæta.

 

f.h. Brákarhlíðar

Björn Bjarki Þorsteinsson

framkvæmdastjóri

3. nóvember 2017

Basar og kaffisala

Laugardaginn 4.nóvember n.k. verður hinn árlegi basar í Brákarhlíð.  Þar verða til sýnis og sölu munir unnir í iðju- og handavinnustofu heimilisins.  Allur ágóði af sölu handavinnumuna rennur til efniskaupa og búnaðar í iðjustofa.

Einnig munu starfsmenn Brákarhlíðar verða með kaffi og vöfflusölu en ágóði af þeirri sölu rennur í ferðasjóð starfsmanna vegna fyrirhugaðar fræðsluferðar.

30. júní 2017

Góðar gjafir berast til Brákarhlíðar

Það er dýrmætt að finna þann hlýhug sem finna má til hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar í samfélaginu allt um kring.  Nú í sumar og á vormánuðum hafa heimilinu borist höfðinglegar gjafir frá hinum ýmsu félagasamtökum og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir velvildina.  Lionskonur í Borgarnesi, kvenfélagskonur úr héraðinu öllu, nú síðast úr Kvenfélaginu Björk í Kolbeinsstaðarhreppi, Oddfellowreglan Rebekkustúka nr.5 Ásgerðar hafa komið til okkar undanfarnar vikur og fært okkur glaðning.

Kærar þakkir kæru félagar í fyrrgreindum félagasamtökum :)

18. apríl 2017

103 ára afmæli

Guðný Baldvinsdóttir, heimilismaður í Brákarhlíð og mikill velgjörðarmaður heimilisins til áraraða, fagnar í dag, 18. apríl, 103 ára afmæli sínu.  Brákarhlíð færir henni innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. 

18. apríl 2017

Páskabingó í Brákarhlíð

Það var gleði í páskabingó sem haldið var í Brákarhlíð fyrir stuttu.  Fjöldi vinninga var í boði fyrir heppna bingóspilara. Vinningar komu frá JGR heildverslun, Hársnyrtistofunni Sóló, Kristý, Borgarsport og Geirabakarí, kunnum við þeim fyrritækjum bestu þakkir fyrir stuðninginn. 

24. febrúar 2017

Myndir frá þorrablóti komnar inn á myndasíðu

Þorrablót Brákarhlíðar sem haldið var í fyrrihluta febrúar tókst mjög vel, þorramatur frá Kræsingum var góður að mati heimilismanna og starfsfólk og skemmtiatriðin fín en þau Guðrún Gunnarsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson léku og sungu gömul og góð íslensk lög.

Vignir  Sigurþórsson lék undir borðum sem og þegar dansað var, spilabingó var haldið og Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar ávarpaði þorrablótsgesti - myndir eru komnar inn á myndasíðuna eins og áður sagði.