Stærsta Leturgerð
Miðstærð Leturgerðar
Minnsta Leturgerð

Brákarhlíð

Borgarbraut 65
310 Borgarnes

Sími: 4371285
Fax: 4372185
Netfang: brakarhlid@brakarhlid.is


Þorrablót 2017

Matseðill vikunnar

Umsókn um starf

Minningarsjóður

Íbúar

30. júní 2017

Góðar gjafir berast til Brákarhlíðar

Það er dýrmætt að finna þann hlýhug sem finna má til hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar í samfélaginu allt um kring.  Nú í sumar og á vormánuðum hafa heimilinu borist höfðinglegar gjafir frá hinum ýmsu félagasamtökum og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir velvildina.  Lionskonur í Borgarnesi, kvenfélagskonur úr héraðinu öllu, nú síðast úr Kvenfélaginu Björk í Kolbeinsstaðarhreppi, Oddfellowreglan Rebekkustúka nr.5 Ásgerðar hafa komið til okkar undanfarnar vikur og fært okkur glaðning.

Kærar þakkir kæru félagar í fyrrgreindum félagasamtökum :)

18. apríl 2017

103 ára afmæli

Guðný Baldvinsdóttir, heimilismaður í Brákarhlíð og mikill velgjörðarmaður heimilisins til áraraða, fagnar í dag, 18. apríl, 103 ára afmæli sínu.  Brákarhlíð færir henni innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. 

18. apríl 2017

Páskabingó í Brákarhlíð

Það var gleði í páskabingó sem haldið var í Brákarhlíð fyrir stuttu.  Fjöldi vinninga var í boði fyrir heppna bingóspilara. Vinningar komu frá JGR heildverslun, Hársnyrtistofunni Sóló, Kristý, Borgarsport og Geirabakarí, kunnum við þeim fyrritækjum bestu þakkir fyrir stuðninginn.