Stærsta Leturgerð
Miðstærð Leturgerðar
Minnsta Leturgerð

Brákarhlíð

Borgarbraut 65
310 Borgarnes

Sími: 4371285
Fax: 4372185
Netfang: brakarhlid@brakarhlid.is


Þorrablót 2017

Matseðill vikunnar

Umsókn um starf

Minningarsjóður

Íbúar

7. nóvember 2017

Aðstandendakaffi/fundur í Brákarhlíð

Ágætu ættingjar og aðstandendur heimilismanna í Brákarhlíð.

 

Mánudaginn 13. nóvember n.k. kl. 17:15 viljum við í Brákarhlíð bjóða aðstandendum heimilisfólks sem hjá okkur býr til fundar til að fara yfir ákveðna þætti í starfssemi heimilisins og það sem helst er á döfinni.

Boðið verður upp á kaffi og með því að sjálfsögðu :)

 

Með vinsemd og von um að aðstandendur sem flestra heimilismanna sjái sér fært að mæta.

 

f.h. Brákarhlíðar

Björn Bjarki Þorsteinsson

framkvæmdastjóri

3. nóvember 2017

Basar og kaffisala

Laugardaginn 4.nóvember n.k. verður hinn árlegi basar í Brákarhlíð.  Þar verða til sýnis og sölu munir unnir í iðju- og handavinnustofu heimilisins.  Allur ágóði af sölu handavinnumuna rennur til efniskaupa og búnaðar í iðjustofa.

Einnig munu starfsmenn Brákarhlíðar verða með kaffi og vöfflusölu en ágóði af þeirri sölu rennur í ferðasjóð starfsmanna vegna fyrirhugaðar fræðsluferðar.

30. júní 2017

Góðar gjafir berast til Brákarhlíðar

Það er dýrmætt að finna þann hlýhug sem finna má til hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar í samfélaginu allt um kring.  Nú í sumar og á vormánuðum hafa heimilinu borist höfðinglegar gjafir frá hinum ýmsu félagasamtökum og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir velvildina.  Lionskonur í Borgarnesi, kvenfélagskonur úr héraðinu öllu, nú síðast úr Kvenfélaginu Björk í Kolbeinsstaðarhreppi, Oddfellowreglan Rebekkustúka nr.5 Ásgerðar hafa komið til okkar undanfarnar vikur og fært okkur glaðning.

Kærar þakkir kæru félagar í fyrrgreindum félagasamtökum :)